English Deutsch

Úgáfutónleikar Æfingar í samkomuhúsinu á Flateyri

Eftir 45 ár í balla-harki er nú komið að því!! Æfing gefur út geisladisk!!! Diskurinn kemur opinberlega út þ.17 Mai 2013 með útgáfutónleiku í Samkouhúsinu á Flateyri. Þar flytja þeir Árni, Siggi, Abbi, Nonni og Dóri lögin af disknum og segja mis-sannar sögur af stemmingum og fólki sem kemur fyrir í textum laganna. Þetta er 11 frumsamin lög og svo "Vodkinn" hanns Ella óskars frá Suðureyri, sem Æfing spilaði alltaf á böllum hér áður fyrr. Tónleikarnir byrja kl. 21.00 og verður fylgt á eftir með balli fram eftir nóttu þegar tónleikum er lokið. Daginn eftir, laugardagskvöld, spila svo drengirnir á balli í Vagninum á Flateyri. Það verða svo fleiri uppákomur þessa hvítasunnuhelgi á svæðinu sem verð auglýstar jafnóðum og er búið að festa þær i dagskránna.

Æfing er með FACEBOOK undir nafninu Hjlómsveitin ÆFING, skoða, skoða og skoða til að fylgjast með.


© Siggi Björns 2018 | email: siggibjorns@hotmail.de Site Design: Magnus H | CMS: WebSmith